Advertisement

Höfundur: Gunnar Smári

Þingmenn Viðreisnar heimsóttu Fjallabyggð

Þingmenn Viðreisnar, þeir Þorsteinn Víglunds og Jón Steindór Valdimarsson heimsóttu Fjallabyggð og fóru á nokkra staði að kynna sér starfsemi á svæðinu. Eftirfarandi er texti frá þeirra FB síðu um heimsóknina: Eftirminnilegur dagur í Fjallabyggð. Við hófum daginn í Genis þar sem við fræddumst um ótrúlega flotta starfssemi þeirra á Siglufirði, því næst var farið í hádegismat á Torginu með forseta bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Næsta stopp var í Menntaskólann á Tröllaskaga þar sem við kynntumst spennandi skólastarfi þar, og hittum ekki bara skólameistara heldur fjarkennara sem renna um ganga skólans samhliða staðarkennurum. Það má með sanni segja að við gengum...

Lesa meira

Könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli á Norðurlandi vestra

Á haustþingi SSNV í október 2019 var skipuð samgöngu- og innviðanefnd. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að upplýsingaöflum vegna samgönguáætlunar SSNV með starfsmönnum samtakanna. Ítarleg upplýsingaöflun og greining á þáttum er varða samgöngu- og innviðamál er grundvöllur þess að setja megi saman raunhæfar áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja og annarra innviða í landshlutanum. Hluti af vinnu nefndarinnar er að skoða raunverulega stöðu fjarskipta á starfssvæðinu. Staða mála í þéttbýli liggur nokkuð vel fyrir en staða í dreifbýlinu er ekki alveg eins ljós. Fyrirliggjandi eru mælingar Póst- og fjarskiptastofnunar en þær gefa ekki raunsanna mynd af stöðu mála þar sem mælingar...

Lesa meira

Íbúafjöldi í Fjallabyggð eftir aldri

Fengum nýlega þessa fyrirspurn frá lesanda: Hver er íbúafjöldi í fjallabyggð 1. des. 2018, hve margir eru á aldursbilinu 0-18 ára, hver er fjöldi íbúa 60 ára og eldri, hversu margir af þeim eru yfir 85 ára aldri, gott væri að þetta verði birt í súluriti. 🙂   Á vef Hagstofunnar má finna svokallað talnaefni. Þar er hægt að velja úr mjög mörgum möguleikum til að kalla fram ýmsar tölur sem Hagstofan heldur utan um. Við notuðum þann vef til að fá fram eftirfarandi upplýsingar um mannfjölda í Fjallabyggð. Tölurnar miðast við 1. janúar 2018, ekki virðist vera boðið...

Lesa meira

Forsætisráðherra undirritaði samning við Samtökin ´78

Forsætisráðuneytið og Samtökin ´78, hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi, hafa gert með sér samning um að samtökin sinni sértækri fræðslu, þjónustu og ráðgjöf er varða málefni hinsegin fólks. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, undirrituðu samning þessa efnis í Stjórnarráðinu. Þetta markar upphafið að samstarfi Samtakanna við nýja skrifstofu jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu. Í samræmi við áherslur stjórnvalda verður ráðgjafar- og fræðsluhlutverk Samtakanna ´78 eflt með fjárframlagi forsætisráðuneytisins. Þannig er samningnum ætlað að stuðla að hinseginvænu samfélagi og auknum sýnileika hinsegin fólks. Skal þjónusta þessi beinast annars vegar að hinsegin einstaklingum og aðstandendum þeirra...

Lesa meira

Líkamsárás á starfsmann

Líkamsárás sem starfsmaður Matvælastofnunar varð fyrir í eftirliti hefur verið kærð til lögreglu. Við komu á eftirlitsstað hrinti viðkomandi aðili starfsmanni stofnunarinnar og barði í höfuð og herðar með plastíláti. Matvælastofnun hefur ítrekað haft afskipti af hundahaldi mannsins, en tilefni heimsóknar var hins vegar eftirlit með nágrönnum hans. Tveir aðrir starfsmenn stofnunarinnar voru viðstaddir árásina ásamt lögreglumanni sem var með í för vegna fyrri reynslu stofnunarinnar af viðkomandi aðila. Gripu þeir inn í atburðarás og voru meiðsli eftirlitsmanns stofnunarinnar ekki alvarleg. Í almennum hegningarlögum segir að hver sá sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann þegar hann...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

febrúar 2019
S M Þ M F F L
« jan    
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
2425262728