Advertisement

Mánuður: desember 2018

Skammdegisblámi myrkurtíðarinnar

Í gær var einstaklega fallegt veður hér á Tröllaskaga,  sunnan blær og mældist mestur hiti á landinu á Siglufjarðarvegi 13,6°C. Spáð er hlýju veðri og spáin fyrir morgundaginn er suðaustan 10-18 m/s og skúrir, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig. Dregur úr vindi og skúrum þegar kemur fram daginn og kólnar, en vaxandi austanátt og fer að rigna við S-ströndina seint um kvöldið. Fréttaritari brá sér út í skammdegisblámann með myndavélina til að leitast við að fanga þá einstöku birtu sem náttúran skartaði í gær. Myndirnar voru teknar á milli kl. 13.00...

Lesa meira

Tryggvi dressaður upp

Tryggvi Hrólfsson kennari í ensku og sögu við Menntaskólann á Tröllaskaga var klæddur í sérstaka búninga og málaður í gær. Það gerðu nemendur og var athöfnin verðlaun fyrir virkni á önninni. Önnur uppáfærslan verður hluti af lokaverkefni þriggja nemenda í sögu á sýningu á verkum nemenda á laugardag. Viðfangsefnið er tíska og förðun kvenna á tuttugustu öld. Fyrirmyndin að hinu gervinu er sótt til leikritsins Ávaxtakörfunnar. Verðlaunin sem að framan er lýst eru umbun nemenda og hvíla á aðferð leikjavæðingar í kennslu og námi. Leikjavæðing gengur út á að nota aðferðir úr leikjum til að auka virkni nemenda. Þetta...

Lesa meira

Umferðarmál við Lækjargötu og Norðurgötu

Á fundir skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 5. desember voru tekin fyrir umferðamál við Lækjagötu og Norðurgötu á Siglufirði. Við Lækjargötu milli Aðalgötu og Eyrargötu á Siglufirði er bílum lagt beggja megin götunnar. Samkvæmt umferðarlögum skal leggja hægra megin í einstefnugötur nema annað sé sérstaklega tekið fram. Engar merkingar eru í Lækjargötu sem heimila ökumönnum að leggja vinstra megin götunnar eins og hefð hefur verið fyrir í gegnum tíðina. Við Norðurgötu eru sömuleiðis engar merkingar sem heimila ökumönnum að leggja vinstra megin í götunni. Nefndin samþykkir að leyfa bifreiðastöður vestan megin við Lækjargötu og Norðurgötu og felur tæknideild að...

Lesa meira

Jólastund með eldri borgurum

Í dag var eldri borgurum í Fjallabyggð boðið til notalegrar jólastundar í Síldarminjasafni Íslands, einnig verður boðið upp á samskonar jólastund á morgun. Vel var mætt í þessa notalegu stund þar sem hlýtt var á bókaupplestur og rifjaðar upp jólahefðir fyrri ára. Síðan var boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur. Hér koma nokkrar myndir sem Steingrímur Kristinsson tók við þetta tækifæri.               Myndir: Steingrímur...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Torgið auglýsir

Veðrið núna

Safn

Dagatal

desember 2018
S M Þ M F F L
« nóv    
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031