Advertisement

Dagur: 5. desember, 2018

Hádegistónleikar á Torginu

Þórarinn Hannesson heldur tónleika á Torginu á Siglufirði í hádeginu á morgun, fimmtudaginn 6. des. Tónleikarnir eru númer 32 af 40 sem hann ætlar að halda á árinu. Á boðstólnum í hádeginu verður purusteik að hætti Torgsins svo það er um að gera að drífa sig, hlusta á ljúfa tóna og borða gómsætan hádegisverð.   Myndir: Gunnar...

Lesa meira

Fjölmenni þegar ljósin voru tendruð

Kveikt var á jólatrénu á ráðhústorgi Siglufjarðar í gær. Margt var um manninn, veður stillt og gott, frekar kalt en fólk var vel búið og var ekki annað að sjá en allir væru glaðir í bragði. Kynnir var Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar flutti ávarp, börn úr leikskólanum Leikskálum sungu við undirleik Guðmanns Sveinssonar tónlistarkennara, leikskólabarn kveikti ljósin á trénu og jólasveinar komu, sungu og gáfu mandarínur. Tilkynnt var að ekki væri hægt að dansa kringum jólatréð, það væri svo mikill snjór, en nokkrir krakkar létu það ekki á sig fá, hafa sennilega ekki...

Lesa meira

Lista- og menningarganga á Siglufirði

Fjallabyggð býður uppá Lista- og menningargöngu um Siglufjörð fimmtudaginn 6. desember nk. frá kl. 18:00 til rúmlega 20:00. Gangan hefst á Ráðhústorginu kl. 18:00. Vakin er athygli á að kl. 17:00 mun starfsfólk Síldarminjasafnsins kynna nýútgefna bók safnsins, Siglufjörður. Ljósmyndir/Photographs 1872-2018 í Gránu. Því er tilvalið fyrir áhugasama að byrja í Gránu og sameinast svo listagöngunni kl. 18:00 á Ráðhústorginu.   Kíkt verður í heimsókn til eftirtalinna aðila og gert ráð fyrir að hver heimsókn taki um 10 mínútur. 18:00-18:10        Ljóðasetur – Opið hús 18:15-18:25         Alþýðuhúsið – Kompan, Sýningaropnun jólasýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur 18:30-18:40        Fríða – Súkkulaðikaffihús – Opið hús...

Lesa meira

Aþena Marey önnur í snjóskautakeppni í Kína

Aþena Marey Jónsdóttir, nemandi MTR, er stödd í Kína þar sem hún er að keppa ásamt fimm öðrum Íslendingum á snjóskautum. Þetta eru fjórar mótaraðir á heimsmeistaramótinu og er þetta fyrsta mótið. Keppendur safna sér stigum á öllum mótunum og í lokin skýrist hver vinnur. Aþena Marey sýndi heldur betur hvað í henni býr þegar hún náði öðru sæti í “race” eða hraðaþraut þar sem einn fer í einu og tveir fremstu komast í úrslit. Sú sem hreppti fyrsta sætið er frá Austurríki og sú sem varð í þriðja sæti kom frá Frakklandi en alls voru þetta um 25...

Lesa meira

Saman gegn ofbeldi

Átaksverkefni félagsþjónustu Austur Húnavatnssýslu, Húnaþings vestra, Skagafjarðar og Lögreglunnar á Norðurlandi vestra var ýtt úr vör 4. desember 2018. Markmið samstarfsins er að auka þekkingar miðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldis málum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og vernda börn sem búa við heimilisofbeldi. Það að Lögreglan og félagsmálayfirvöld á Norðurlandi vestra taki höndum saman gefur skýr skilaboð út í samfélagið “um að ofbeldi á heimilum sé ekki liðið” og gerir okkur sterkari í að takast á við þetta verkefni þannig að það skili meiri árangri....

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

desember 2018
S M Þ M F F L
« nóv   jan »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031