Advertisement

Mánuður: ágúst 2018

Blúshátíðin Milli fjalls og fjöru

Í kvöld, föstudaginn 31. ágúst, hefst blúshátíðin Milli fjalls og fjöru á Patreksfirði. Það er félagið Blús milli fjalls og fjöru sem stendur fyrir hátíðinni, nú í sjöunda sinn. Forsvarsmenn hátíðarinnar eru: Páll Hauksson, Guðni Freyr Ingvason og Gestur Rafnsson. Fyrstu skiptin var hátíðin haldin í „Sjóræningjahúsinu“ sem var gömul vélsmiðja á Patreksfirði „og var einn blúsaðasti staður í heimi, svo mér datt í hug að prufa þetta einu sinni“ segir Páll, sem hafði lengi langað til að fá uppáhalds blúsarana sína hingað vestur til að spila blús í kósý stemmingu í þessu litla húsi. Það var dágóð mæting...

Lesa meira

Klára dýpkun við Bæjarbryggju á Siglufirði

Á 99. fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar sem haldinn var 22. ágúst má finna eftirfarandi bókun. Þegar dýpkað var við Bæjarbryggju (Hafnarbryggju) 2016 urðu nokkrir toppar eftir og var því ekki hægt að gefa út dýptarkort í 9 metra heldur aðeins 8,5. Þetta hefur haft þau áhrif að einhver skemmtiferðaskip hafa ekki viljað leggja að bryggjunni. Nú stendur okkur til boða að fá Jan De Nuul sem sá um dýpkunina síðast til þess aðkoma og fjarlægja þessa toppa og fá í framhaldi útgefið dýptarkort niður á 9 metra. Kostnaðarskipting vegna dýpkunar er 60% Vegagerðin og 40% Fjallabyggðarhafnir. Hafnarstjórn leggur til við...

Lesa meira

Körfubolti í boði á nýjan leik

Eftir 14 ára hlé á körfuboltaæfingum hjá félaginu er nú körfuboltinn farinn að rata í körfuna aftur. Nemendur 3. – 4. bekkjar hafa nú þann möguleika að velja körfuboltaæfingar í Frístund og 18 hressir krakkar mættu á sína fyrstu æfingu sl. þriðjudag. Þjálfarar eru Þórarinn Hannesson og Patrekur Þórarinsson. Æfingar eru aðeins einu sinni í viku og eru hugsaðar sem kynning á íþróttinni og til að ná tökum á grunnatriðum hennar. Næsta vor stendur til að setja upp lítinn körfuboltavöll á skólabalanum á Siglufirði og ættu þessir krakkar þá að geta notið sín vel þar. Við munum láta æfingar...

Lesa meira

Símey á Siglufirði

Kynningarfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, SÍMEY verður í húsnæði Einingar Iðju á Siglufirði þann 5. september nk. frá kl. 17:00 – 18.30. Hlutverk SÍMEY er að efla símenntun og auka samstarf milli atvinnulífs og skóla, og styrkja þannig samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana á svæðinu. SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum Langar þig að fara á námskeið, fá ráðgjöf eða kynna þér raunfærnimat?  Kynning verður á því hvernig raunfærnimat  getur stytt þér leið að t.a.m fisktækninámi eða félagsliðanum. Raunfærnimat miðar að því að meta færni og þekkingu sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið. Einnig verður kynning...

Lesa meira

KF spilar gegn KH á laugardaginn

  Næsta verkefni hjá KF er á Laugardaginn 1. september kl 13:00, en þá mætir KH í heimsókn á Ólafsfjarðarvöll. Þetta er fyrsta skipti sem KH mætir á Ólafsfjarðarvöll enda liðin að spila í fyrsta skipti saman í deild. KH er svokallað venslalið hjá Val og eru þeir að spila í fyrsta skipti í 3. deildinni í ár.  Fyrri leikur liðanna fór fram á Hlíðarenda þar sem KH sigraði okkar menn örugglega 3-1. KF ætlar að selja sig dýrara í þessum leik enda ekkert grín fyrir lið að koma til Fjallabyggðar að sækja stigin þrjú. KF er búið að vera...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

ágúst 2018
S M Þ M F F L
« júl   sep »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031