Advertisement

Mánuður: janúar 2019

Útskriftarnemar LHÍ í heimsókn í Fjallabyggð

18 útskriftarnemar frá Listaháskóla Íslands eru á Siglufirði og Ólafsfirði þessa dagana í listasmiðju ásamt kennara sínum, sem Aðalheiður Eysteinsdóttir hýsir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Aðalheiður starfar einnig sem kennari LHÍ í þessu samstarfi. Sindri Leifsson kennari hópsins sagði í viðtali við Trölla að þetta er stór hluti útskriftarnemanna, sem valdi að koma norður í tveggja vikna vinnustofu. Annar hluti nemanna er í vinnustofu í Reykjavík. “Þetta snýst mjög mikið um að tengjast samfélaginu hér og starfa með ýmsum ólíkum aðilum” sagði Sindri. “Viðvera okkar hér er blanda af kennslu með fyrirlestrum og innlögnum frá heimamönnum, við fáum þrjár...

Lesa meira

Skemmtileg heimsókn

Janúar hefur upp á meira að bjóða en myrkur og kulda hér norður á Siglufirði eins og frásögn Þórarins Hannessonar frá í gærmorgun ber með sér. “Þessi elska, sem kallast víst Gullglyrna, varð næstum hluti af morgunmatnum mínum í morgun. Var í mestu makindum að stinga upp í mig AB-mjólkinni þegar ég sé skyndilega eitthvað koma flögrandi að andlitinu á mér og stefndi í sömu átt og skeiðin. Tókst mér með snarræði að skella í lás. Þá flögraði vinkonan í átt að ljósinu yfir eldhúsborðinu og tyllti sér þar. Þá var hægt að virða hana betur fyrir sér. Reyndist...

Lesa meira

Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ

Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, fór ítarlega yfir stöðu öryrkja á vinnumarkaði á fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þuríður Harpa benti ráðherra á að hið opinbera yrði að tryggja framboð hlutastarfa fyrir fólk með skerta starfsgetu. Katrín tók undir þetta markmið. Hún hefur jafnframt lýst því opinberlega að hún muni setja í gang vinnu til að bæta úr og vill fá sveitarfélög til samstarfs. Hún segir einnig mikilvægt að atvinnurekendur taki þátt...

Lesa meira

Bætt lýsing í íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.01.2019 vegna tilboða í endurnýjun á lýsingu í íþróttasali íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð. Eftirfarandi tilboð bárust: Ingvi Óskarsson ehf 7.383.261,- Raffó ehf 7.892.770,- Kostnaðaráætlun 8.440.714,- Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Ingva Óskarsonar ehf. sem jafnframt er...

Lesa meira

Hugðist taka sitt eigið líf

Andri Hrannar Einarsson þáttargerðarmaður á FM Trölla kom og ræddi einlæglega við okkur í þættinum Tíu Dropar, um lífshlaup sitt, sem hefur verið þungt á köflum. Okkar ljúfi og góði Andri Hrannar hefur verið lengst allra með þætti á FM Trölla, hann fór fyrst í loftið árið 2013 og hefur verið með um 150 þætti. Hann kom inn á baráttu sína við Bakkus og hvernig hann missti tökin á áfengisneyslu sinni sem ungur maður sem endaði síðan með því að hann tók ákvörðun um að fara í meðferð. Einnig ræddi hann dóm sem hann fékk og dvölina í fangelsinu...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal

janúar 2019
S M Þ M F F L
« des    
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031