Um helgina eru Trilludagar á Siglufirði sem bjóða upp á ýmsa viðburði. Í dag var boðið upp á siglingu út fjörðinn þar sem almenningur fékk að veiða á sjóstöng og aflinn síðan grillaður þegar í land var komið. Strandblakmót Hótel Sigló var haldið, hestasport fyrir börnin, síldargengið rúntaði um bæinn og sirkus Íslands var á svæðinu.

Kjörbúðin bauð síðan upp á fjölskyldu grillveislu og Kaffi Rauðka/Hannes Boy með götugrill. Í kvöld heldur Landabandið uppi Trillubandsstemmingu fram eftir kvöldi.

Vilmundur Ægir Eðvarðsson rölti um hátíðarsvæðið og tók þessar skemmtilegu myndir frá hátíðinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndir:  Vilmundur Ægir Eðvarðsson
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir