Advertisement

Dagur: 9. júlí, 2018

Tilkynnt um hvítabjörn á Melrakkasléttu

Um kl. 19:00 í kvöld bárust lögreglunni á Norðurlandi eystra upplýsingar um að síðdegis í dag hafi sést til hvítabjarnar nyrst á Melrakkasléttu eða suður af Hraunhafnarvatni. Á þessari stundu er ekki búið að staðfesta að um hvítabjörn sé að ræða en lögreglan er að vinna í frekari könnun á þessari tilkynningu og mun þyrla Landhelgisgæslunnar m.a. fljúgi þarna yfir. Hinsvegar er rétt að fólk á þessum slóðum hafi þetta í huga og hringi strax í 112 ef það telur sig sjá hvítabjörn, en reyni ekki að nálgast hann. Frétt: Lögreglan á Norðurlandi eystra Mynd: af...

Lesa meira

58 ár á milli mynda

Einn af þeim fjölmörgu viðburðum sem í boði voru á Siglufirði í liðinni viku var ljósmyndasýning með myndum Hannesar P. Baldvinssonar frá síldarárunum. Synir hans þeir Björn Hannesson og Jón Baldvin Hannesson áttu veg og vanda að þessari mögnuðu sýningu, en Björn er búinn að skanna safn föður þeirra inn og Jón Baldvin sá um myndvinnslu og prentun. Undirrituð var alveg heilluð af myndum Hannesar, hafði ég í gegnum tíðina séð eina og eina mynd frá Hannesi en ekki stóran hluta af þessum myndum. Þegar gengið var í gengum sýninguna vakti það athygli mína hvað Hannes hefur haft mikla...

Lesa meira

Hringur og kúla

Það er margt hægt að skoða í Grímsey og náttúrufegurðin er einstök. Eitt af því sem laðar ferðamenn að er listaverkið Hringur og kúla sem er nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn eftir Kristinn E. Hrafnsson og Studio Granda sem vígt var árið 2017 eða 300 árum frá því að baugurinn kom fyrst inn á eyjuna. Kúlan er 3 metrar í þvermál og hugmynd listamannanna er sú að hún færist úr stað í samræmi við hreyfingar heimskautsbaugsins þar til hann yfirgefur eyjuna árið 2047 eða því sem næst. Tillaga Kristins og Studio Granda sigraði í samkeppni um nýtt kennileiti sem efnt var til undir lok ársins 2013. Göngutúr frá...

Lesa meira

Gönguleiðir í Hrísey

Hrísey er rétt um 11,5 ferkílómetrar að flatarmáli. Hún er um 7 km að lengd og 2,5 km þar sem hún er breiðust. Hæst er hún rétt norðan við vitann, en þar er hún 110 m yfir sjó. Þar er kallaður Bratti og eru skriður þar fram í sjó. Miklir garðar liggja um eyjuna þvera og endilanga. Þessir garðar eru taldir mjög fornir og virðast sumir þeirra vera landamerkjagarðar. Lengsti garðurinn er nærri 3 km langur. Þeir eru taldir mjög merkilegir og fróðlegt ef gerðar yrðu rannsóknir á þeim af fornleifafræðingum. Þrjár merktar gönguleiðir eru á suðureynni. Græna leiðin,...

Lesa meira

Kynlíf í kaffitímanum

Al­gengt er að fólk stundi kyn­líf á kvöld­in en svo eru sum­ir sem vakna ekki al­menni­lega fyrr en eft­ir einn stutt­an. Besti kyn­lífs­tím­inn fyr­ir gagn­kyn­hneigð pör er þó hvorki á kvöld­in né á morgn­ana held­ur klukk­an þrjú á dag­inn. Þess­ar mik­il­vægu upp­lýs­ing­ar koma fram á vef Women’s Health en horm­óna­sér­fræðing­ur fær­ir rök fyr­ir því af hverju kaffi­tím­inn er sá hent­ug­asti. Karl­menn eru lík­legri til að standa sig lík­am­lega bet­ur í rúm­inu fyr­ir há­degi vegna testó­steróns. Hins veg­ar hækk­ar estrógenið seinna um dag­inn sem ger­ir þá betri til­finn­inga­lega séð. Seinni hlut­inn er líka hent­ug­ur út frá lík­ams­starf­semi kon­unn­ar, nán­ar til­tekið...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal