Advertisement

Dagur: 20. júlí, 2018

Komu til Siglufjarðar til að gifta sig

Í vikunni komu þýsk hjónaefni Wolfram Morales og Annette Seiltgen alla leið til Siglufjarðar til að gifta sig. Forsaga málsins er á þá leið, að á þeirra heimaslóðum getur tekið marga mánuði að fá tíma hjá fógeta til að gifta sig, vegna þess hve bókunar fyrirkomulagið er þungt þar í landi. Þá kom upp hugmyndin um að gifta sig á Íslandi, nánar tiltekið í Reykjavík, en einnig þar getur biðin verið nokkuð löng. Gegnum kunningsskap fréttist af því að á Siglufirði væri hægt að gifta sig hjá sýslumanni með stuttum fyrirvara. Það var því ákveðið að slá til og fara...

Lesa meira

Eleven Experience kaupir Hraun í Fljótum

Eig­end­ur Hrauna í Fljót­um í Skagaf­irði hafa samþykkt kauptil­boð fé­lags­ins Eleven Experience í jörðina. Hauk­ur B. Sig­mars­son, fram­kvæmda­stjóri Green Highland­er, staðfest­ir þetta. Þá hafi Eleven Experience keypt jörðina Nefsstaði. Green Highland­er rek­ur lúx­us­hót­elið Depl­ar Farm í Fljót­um fyr­ir hönd Eleven Experience. Sl. laug­ar­dag birt­ist frétta­skýr­ing í Morg­un­blaðinu um hót­elið á Depl­um og kaup Eleven Experience á jörðum í Fljót­um. Kaupa ekki bæi í bú­skap Hauk­ur vill af því til­efni árétta að fé­lagið kaupi ekki bæi í bú­skap og byggð. Til dæm­is hafi Hrepp­sendaá í Ólafs­firði verið eyðibýli. „Það var bú­skap­ur á Depl­um þegar við keypt­um jörðina. Depl­ar fóru hins...

Lesa meira

Vopnaður maður á Sval­b­arðseyri

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning kl. 03:03 í nótt um mann sem væri á Svalbarðseyri og hefði sést handleika vopn á almannafæri. Vopnaðir lögreglumenn fóru frá Akureyri til að huga að þessu. Eftir nokkra rannsóknarvinnu bárust böndin að húsi í þorpinu og reyndist maðurinn, sem tilkynntur var um, vera þar. Hann var í annarlegu ástandi en sýndi ekki mótspyrnu og fannst vopnið í fórum hans. Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslu meðan þess er beðið að hann komist í ástand til að gefa skýrslu. Ekki er vitað á þessari stundu hvað manninum gekk til og ekki er...

Lesa meira

Fjölmennt á sumargleðinni í SR-Bygg

Fimmtudaginn hélt SR-Bygg líflega sumargleði fyrir gesti og gangandi. Boðið var upp á allskonar tilboð, börnin fengu glaðning og grillað var í hádeginu þar sem fjöldi manns mætti og borðaði það sem í boði var með góðri list. FM Trölli mætt á svæðið og tók viðskiptavini í spjall beinni útvarpssendingu hjá Andra Hrannari í Undralandinu sem er alla virka daga á milli 13.00-16.00. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru í SR-Bygg.         Frétt og myndir: Kristín...

Lesa meira

Mikil fjölgun gesta

Það sem af er þessum mánuði hafa komið um 1000 manns í Bókasafnið í Fjallabyggð, Siglufirði og er það mikil fjölgun frá síðasta ári. Þær systur Hrönn og Bylgja Hafþórsdætur standa vaktina í bókasafninu með mikilli prýði og hafa tekið á mót um 60 manns miðvikudaginn 18. júlí. Eru það um helmingur ferðamenn sem nýta sér upplýsingamiðstöðina sem þar er til húsa, aðrir eru heimamenn sem koma sér til gagns og gamans. Algengt er að foreldrar komi með börnin sín sem sækjast í að leika sér og lesa í barnahorninu sem er afar vinsælt.   Frétt og myndir: Kristín...

Lesa meira
  • 1
  • 2

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal