Um hátíðisdaga eins og t.d. um verslunarmannahelgi, safnast fólk saman og þá eru oft sagðar sögur, sumar eru lygilegri en aðrar og margir Siglfirðingar kvarta stundum yfir því að aðkomufólk trúi þeim ekki, því svo margt og mikið sem var svo sérstakt heima á Sigló er nú horfið ásjónu okkar.

Þá er gott að geta sýnt ljósmyndir, máli sínu til stuðnings og ein ljósmynd getur oft sagt meira en 1000 orð.

Í þessari risastóru samantekt í 2 hlutum, birtast ykkur 200 myndir sem koma flest allar úr 10 hluta greinaseríunni “Göngutúr um heimahaga,”sem birtist á sigló.is 2017 og 2018. Á milli mynda kafla, birtist ykkur fjöldin allur af vefslóðum með ávísun í ýmsar af mínum (rúmlega 200 greinum hér á vefsíðum trölli.is) Siglfirsku myndasyrpum og sögum, en þar eru um og yfir 800 ljósmyndir til viðbótar.

Hér á trölli.is, býður tæknin okkur hins vegar upp á þann möguleika að setja margar myndir saman í stærri stafræn myndaalbúm, sem er auðvelt að fletta í, fram og til baka. Í seinni hluta sögunnar verður einnig að hægt að streyma Ciribiribin, Vísis karlakórslagið heimsfræga og textinn hans Hafliða Guðmunds er þarna líka. Ef þið viljið reyna að syngja með í þessu frekar flókna en flotta lagi.

Ætlun mín er að stytta ykkur sporin við að finna 1000 Siglfirskar ljósmyndir og svo spjallið þið lesendur saman, út frá eigin Sigló minningum sem sögur og myndir vekja.

Það er með eindæmum merkilegt hvað við Siglfirðingar erum söguríkir og þá sérstaklega þegar kemur að ljósmyndum af horfnum hversdagsleika, sem sýna okkur lífið á landsbyggðinni á síðustu öld. Margt og mikið sem er svo sér SIGLFIRSKT, getur eflaust hljómað undarlegt og skrítið í heyrum ókunnugra.

Hjá okkur Siglfirðingum sjálfum, geta gamlar myndir oft vakið upp barnalega minningar sem við vorum búinn að gleyma. Eins og til dæmis þær sögur sem hver og einn sem skoðar, getur séð í þessari húsa mynd:

Það hafa eflaust margir séð sumar myndir áður, en það virðist liggja í okkar manneskjulega eðli að hafa gaman af að skoða gömul myndaalbúm aftur og aftur.

Kaflaskipti 1 hluti:

  • Myndaalbúm 1: Ýmislegt Siglfirskt!
  • Myndaalbúm 2: Íþróttir, tómstundir o.fl.
  • Myndaalbúm 3: Horfnar eru bryggjur, brakkar, hús og heill æskuheimur.

Kaflaskipti 2 hluti:

  • Myndaalbúm 4: Skemmtanir og uppákomur
  • Myndaalbúm 5: Eftirminnanlegir Siglfirðingar
  • Myndaalbúm 6: Siglfirsk tæki og skrapatól o.fl.
  • Myndaalbúm 7: Vetur, snjóþungi, furðulegar götur o.fl.
  • Myndaalbúm 8: Niðurníðsla

Þessar 1000 myndir eru samt bara “dropi í hafið” þegar kemur að þeim sögulega fjársjóði sem til eru í Ljósmyndasafni Siglufjarðar, en þar getur maður oft lent í vandræðum við að fletta og finna myndir í þeim gamla gagnabanka sem heldur utan um safnið.

Ljósmyndarar eru fyrst og fremst Steingrímur Kristinsson stofnandi safnsins og Kristfinnur Guðjónsson, en grunnurinn í safninu kemur frá þeim tveim og til viðbótar frá um 40 öðrum Siglfirskum áhugamanna ljósmyndurum.

ATH. Smelltu á mynd og hún birtist þér stærri og síðan er einnig hægt að fletta í gegnum allar myndirnar, einar og sér.

Myndaalbúm 1:
Ýmislegt Siglfirskt!

Sjá fleiri fallegar og skemmtilegar bæjarlífsmyndir hér:

HAFÖRNINN! EIGIN HEIMUR OG ÓVÆNT HEIMSÓKN. 70 MYNDIR.

&

MYNDASYRPUSAGA: SIGLUFJARÐAR – LJÓSMYNDARINN HANNES BALD. FYRRI HLUTI (50 myndir)

&

MYNDASYRPUSAGA: SIGLUFJARÐAR – LJÓSMYNDARINN HANNES BALD. SEINNI HLUTI (54 MYNDIR)

&

&

SIGLÓ SÍLD! ÚR MYNDASAFNI BJÖRGVINS VERKSTJÓRA. 60 MYNDIR

&

JÓLASVEINNINN Í KJÖTBÚÐINNI ER AFI MINN

&

Héðinsfjarðar slysavarnaskýli og hjátrúar saga! 25 myndir.

&

Sunnudagspistill: „ATHUGIÐ AÐ SIGLFIRÐINGAR ERU FLEIRI EN ÍSLENDINGAR“

&

Myndasyrpa: Siglufjörður um 1960

Myndaalbúm 2:
Íþróttir, tómstundir o.fl.

Sjá fleiri myndir og sögur hér, um tómstundir, þróttir og barnæskuleiksvæði o.fl:

KAÐLA OG KLIFUR ÆVINTÝRA MYNDASYRPUSAGA

&

&

UNDRAHEIMUR BRYGGJUGUTTANA Á SIGLÓ (30 myndir)

&

SKÍÐASTÖKK, HORFIN VETRARÍÞRÓTT. 35 myndir

&

Sundsaga Siglufjarðar – 20 myndir

&

Íþróttir í síldarþró, TBS o.fl. 35 myndir

LEIKFIMI- OG FIMLEIKASÝNINGAR! 65 myndir

Horfin ævintýraheimur: Skoger, Evanger, Tordenskjold… og ég! 1. hluti

&

HORFIN ÆVINTÝRAHEIMUR: SKOGER, EVANGER, TORDENSKjOLD… OG ÉG! 2. HLUTI

&

KÁ-ESS! ALDUR OG FYRRI STÖRF. 40 MYNDIR OG SKOPTEIKNINGAR

&

Eyrarrós 68, sjómannaheimili og skógrækt – Minningar & 25 myndir

&

Handavinnu- og föndursýningar o.fl. 50 myndir

Myndaalbúm 3:
Horfnar eru bryggjur, brakkar, hús og heill æskuheimur

Sjá meira hér um horfna tíð:

Horfnar bryggjur – brakkar – síldarplön o.fl. 45 myndir

&

SIGLFIRSKIR VILLIKETTIR OG ROTTUR HIMINSINS

&

HORFIN ERU HÚS OG HEILL ÆSKUHEIMUR! 1 HLUTI. 55 MYNDIR

&

HORFIN ERU HÚS OG HEILL ÆSKUHEIMUR! 2 HLUTI. 60 MYNDIR

&

ANLEGGIÐ! DULARFULL BRYGGJUEYJA og fl. 30 MERKILEGAR myndir

&

Hóls kúabúið & Mjólkursamsala Siglufjarðar! 25 myndir

&

HRUN OG BRUNI – Myndasyrpusaga

ATH. Undirritaður hefur lengi verið í góðri samvinnu við aðra Siglfirska sögumenn og þá sérstaklega við stofnenda Ljósmyndasafns Siglufjarðar og gömlu bæjarfréttasíðunnar siglo.is. Steingrímur Kristinsson er í dag 91 árs og er enn að taka myndir af “Lífinu á Sigló” og safna heimildum á sína eigin heimildasíðu. Fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá margar af þeim ljósmyndum sem hafa birst í ýmsum af mínum myndasyrpu sögum í betri gæðum. Geta séð mikinn mun á myndunum, eftir að Steingrímur hefur yfirfært mínar greinar á sína heimildasíðu og samtímis lagað gæði mynda með gervigreind. Sjá meira hér:

Heimildasíða Steingríms: Jón Ólafur Björgvinsson skrifar.

Höfundur samantektar
og stafræn endurvinnsla á ljósmynda gæðum:
Jón Ólafur Björgvinsson .

Sjá meira söguefni eftir sama höfund hér:
https://trolli.is/author/nonni/

Forsíðu ljósmynd:
Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson.
Allar ljósmyndir eru birtar með leyfi frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar.

Heimildir:
Vísað er í ýmsar heimildir gegnum vefslóðir í greininni.