Forsíðu myndin hér fyrir ofan sýnir okkur vel staðsetningu og stærðina á hinu sögufræga Anleggi. Eins og sjá má á myndinni er þetta risastór bryggjueyja og á henni standa 3 – 4 hús. Akkúrat þetta ár, líklega um og eftir 1930 er Anleggið ekki með neina landtengingu, en á öðrum myndum sést löng mjó göngubryggja í beinni línu í land og á öðrum myndum sést tengin skáhallt í norðvestur við aðra bryggjueyju sem var rétt sunnan og framan við núverandi staðsetningu Síldarminjasafn Íslands.

ATH. Hægt er að skoða myndirnar einar og sér og stækka með því að smella á hvaða mynd sem er og þá er hægt að fletta ljósmyndunum fram og til baka.

Einnig er hægt að sjá fleiri merkilegar myndir og lesa sig til um ýmsar þekktar staðreyndir um Anleggið í fyrri hluta hér:

ANLEGGIÐ! DULARFULL BRYGGJUEYJA og fl. 30 MERKILEGAR myndir

Þetta er merkileg ljósmynd, en hún er tekin af frægum enskum trúboða og áhugaljósmyndara sem hét Arthur Charles Gook. Þessi ljósmynd, sem og nokkrar aðrar ljósmyndir merktum “Jóni og Vigfús” með sama þema eru birtar með leyfi frá Minjasafni Akureyrar sem ekki alls fyrir löngu bætti þessari, sem og öðrum merkilegum myndum frá Siglufirði við í hið mikla safn af heimildum sem nú finnst aðgengilegt fyrir okkur öll á Sarpur.is.

Aðrar ljósmyndir eru birtar með leyfi frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar.

Okkar eigin ástkæri ljósmyndasnillingur, Steingrímur Kristinsson, tók sér það bessaleyfi að lita þessa mynd og verður hún þá skemmtilegri og liturinn virðist gefa okkur betri hugmynd um stærð og staðsetningu og sýna okkur betur það sem við sjáum á þessari bryggjueyju.

Ljósmyndari/Höf.Arthur Charles Gook 1883-1959
Sveitarfélag 1950Siglufjörður
ATH. 1950 er óljóslega ekki rétt ártal.

En “orginal” ljósmyndin lýtur svona út:

NúmerGook-85
UndirskráArthur Gook
GerðSvart/hvít negatíf – Þurrnegatíf Gler
GefandiIrene Gook
Önnur útgáfa í lit frá Steingrími Kristins. Ljósmyndari: Arthur Gook.

Heimildir

Ljósmyndasafn Arthur Gook var afhent af dóttur hans Irene Gook. Í því eru bæði filmur og glerplötur, teknar á því tímabil sem Arthur var búsettur á Íslandi frá 1905 til 1955. Þær eru teknar á Íslandi, í Bretlandi og víðar. Arthur Gook framkallaði sjálfur allar sína glerplötur og filmur og gerði síðan kópíur á pappír. Til þess hafði hann myrkraherbergi í Sjónarhæð, Hafnarstræti 63. Hann bjó til skyggnur á glerplötur til þess að halda sýningar af myndum sínum bæði á Íslandi og erlendis. Einn tilgangur Arthur með þessum myndatökum var að sýna styrktaraðilum trúboðsins í Englandi mannlífið og aðstæður manna á Akureyri, og til þess að viðhalda fjárstreymi til ýmissa mikilvægra verkefna gangandi.
Þetta varð til þess að hann tók myndir af ýmsu því sem engir aðrir voru að mynda á þeim tíma og þótti of ómerkilegt eða hluti af daglegu lífi sem enginn tók eftir.

Tekin voru viðtöl við Irene Gook 16.2.2005 og 2.3.2005 þar sem hún hjálpaði við greiningu myndanna, og eru þær upplýsingar notaðar við skráninguna.” (Sarpur.is, Minjasafn Akureyrar)

Hér kemur ein til viðbótar sem Steingrímur fann og litaði fyrir okkur.

Ljósmyndari: Jón og Vigfús. Minjasafn Akureyrar. Á myndinni sjást leifar eftir landtengda göngubryggjubrú.
Siglufjörður 1938-1944. Ljósmyndari: Jón og Vigfús.
Siglufjörður 1935-40. Ljósmyndari: Jón og Vigfús.

Síðan kemur hér undir dularfull ljósmynd af landtengdri bryggjueyju og spurningin er:
Er þetta önnur bryggjueyja með mjórri göngubryggju tengingu við land.?
Því sjálft Anleggið virðist vera sjáanlegt í bakgrunninum.

Ljósmyndari: Jón og Vigfús. Minjasafn Akureyrar.

Steingrímur Kristinsson er mér ætíð hjálplegur í öllu mínu sögugrúski og hann sendi mér þessa ljósmynd af skipulagskorti. (Ártal óþekkt)
Hann afritaði þetta skipulagskort með ljósmynd , en kortið er hægt að sjá uppá vegg í Bátahúsinu í Síldarminjasafni Íslands.

En á þessu korti sem Örlygur Kristfinnsson teiknaði eru allar þekktar bryggjur og söltunarstöðvar fjarðarins taldar upp frá þeirri nyrstu, (1) sem er bryggja við Bakka norðan við Hvanneyrarkrók (sést ekki á þessari mynd) og alla leið suður að Anlegginu sem er sú syðsta og þá bryggjupláss númer 42. Takið eftir að númer 41 er líklega bryggjueyjan sem við sjáum á myndinni hér fyrir ofan.

Bryggjukort, óþekkt ártal. Ljósmyndari: Steingrímur Kristinsson. ATH. Hér sjáum við nákvæmari staðsetningu á Anlegginu (42) sem og strikalínu sem sýnir gamla landtengingu og einnig aðra tengingu skáhalt í norður við aðra “bryggjueyju. (41)
Bryggjueyja (41) og Anleggið (42). Ljósmyndari: Jón og Vigfús. Minjasafn Akureyrar.
Bryggjueyja (41) og gamlir yfirgefnir staurar frá göngubrú út í Anleggið. Ljósmyndari: Jón og Vigfús.
Göngubryggjubrú! Ljósmyndari óþekktur.
Bryggjueyja (41) og gamlir staurar sem sýna gamla tengingu við Anleggið. Ljósmyndari óþekktur.

Sögulegar viðbótar upplýsingar um bryggjueyju (41) bárust eftir birtingu frá Ólöfu Benediktsdóttur og vísar hún þar í orð sem Siglufjarðarfræðimaðurinn/Barnaskólakennarinn og faðir hennar Benedikt Sigurðsson skráði:

“Merkilegar þessar gömlu myndir. Segir Ólöf.
Það var Ásgeir Pétursson sem byggði löngu bryggjuna (nr 41) fram af Ásgeirsstöð undir Hafnarbökkum. Hún var með stórum bryggjuhaus eða plani fremst og þar reisti hann hús sem hafði verið flutt vestan frá Ingólfsfirði. (B.S.)”

Í bakgrunninum sjáum við bryggjueyju (41) sem nú virðist vera búin að tapa sinni langtengingu og fullt af stökum staurum. Ljósmyndari óþekktur.
Bryggjulandskap Siglufjarðar virðist breytast mikið á milli ára.
Hafís og vetrarstormar brjóta allt og bramla.

Nokkrum árum seinna lítur sama svæði út á þennan máta. Bryggjueyja (41) sést að hluta til lengst til hægri.

Langar bryggjur og risastór síldarsöltunarplön neðan við Hafnargötubakkann. Plássleysið er svo mikið að sjá má í fljótandi geymslupláss fyrir tómar tunnur lengst til hægri fyrir miðri mynd. Ljósmyndari: Jón og Vigfús. Minjasafn Akureyrar.

En síðan sýna aðrar stórmerkilegar gamlar ljósmyndir að bryggjueyjur eru alls ekki sjaldséðar í hér áður fyrr mjög svo grunnri innrihöfn Siglufjarðar.

Innihöfn Siglufjarðar. Bryggjueyja með landtengingu til norðurs á sunnaverðri eyrinni sem seinna stækkar með landfyllingum. Myndin er greinilega tekinn fyrir snjóflóðið mikla 1919, því í bakgrunninum sjáum við Evanger verksmiðjuna stóru, bryggjur og önnur hús fyrir handan fjörð. Ljósmyndari óþekktur.

AÐ LOKUM…dularfull ljósmynd…

… DAUÐIR HÁHYRNINGAR Í HÖFNINNI

HÁHYRNINGAR Í FÖRUBORÐI Á SIGLUFIRÐI 19 MAÍ 1917. (74 st.) Þetta er svo merkileg ljósmynd að hún verður að fá að fljóta með.
Myndin kemur úr safni Júlla Júll. Gefið til SK. Ljósmyndari óþekktur.

Þessari ljósmynd sem upprunalega var aðeins ætlað að vera athyglisverð aukaljósmynd í sögu um merkileg hafnarmannvirki, vakti mikla athygli strax eftir birtingu. Bæði vegna myndefnis og erfiðleika við að staðsetja þennan atburð og stóra spurningar komu upp.
T.d spurningar eins og…. er myndin rétt dagsett og hvar er þetta fjöruborð?

Það besta við að birta Siglufjarðarsögur á netinu er að auðvelt er að breyta og bæta við allt eftir sem betri upplýsingar streyma inn í spjallþráðum og gegnum hin og þessi samtöl í síma o.fl. Það er oft þannig að ein saga gefur aðrar…

Pistlahöfundur vildi sjá hvort að möguleiki væri á því að sjálf myndin væri spegilvend og prufaði að snúa henni við og varð þá staðsetningin jafnvel enn ruglingslegri.

Seinna bárust pistlahöfundi fleiri mjög svo áhugaverðar ábendingar um sögur sem tengjast þessari einkennilegu háhyrninga mynd að úr því varð ný saga, sem mun birtast ykkur seinna hér á trölli.is.


Höfundur samantektar og endurvinnsla ljósmynda:
Jón Ólafur Björgvinsson

Forsíðu ljósmynd:
Arthur Charles Gook 1883-1959

Allar ljósmyndir eru birtar með leyfir frá Minjasafni Akureyrar og Ljósmyndasafni Siglufjarðar.

Heimildir:
Vísað er í heimildir í greinartexta og vitnað er í óbirt gögn frá Benedikt Sigurðssyni. (BS)

Þakklætiskveðja til Steingríms Kristinssonar fyrir myndvinnslu, aðstoð og góð ráð og yfirlestur og til Harðar Geirssonar, starfsmann ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri.

Aðrar áhugaverðar myndasyrpur sögur með mörgum minningum og myndum frá liðnum tíma:

SÍLDARDÓSASAFN Í GRÓÐRARSTÖÐ! 35 MYNDIR

SIGLFIRSK FARARTÆKI OG ÝMIS SKRAPATÓL. 1 og 2 HLUTI. 130 MYNDIR

BASSI MÖLLER. MINNING UM MANN. 25 MYNDIR

HEIMSFRÆGAR SKÚTUR OG MYNDAALBÚM SÆNSKRA SÍLDVEIÐIMANNA. 50 MYNDIR

MINNINGAMYNDASAGAN SEM ALÞÝÐA ÍSLANDS SAFNAR OG SMÍÐAR

SIGLÓ SÍLD! ÚR MYNDASAFNI BJÖRGVINS VERKSTJÓRA. 60 MYNDIR

ÖRSÖGUR ÚR MYNDAALBÚMI ÁSTVALDS (50 MYNDIR)

HRÍMNIR H/F. SÍLDARTUNNUR UPPÁ ÞAKI OG SUNDLAUG Í KJALLARANUM. 35 MYNDIR

PÓLITÍSKT UPPELDI Í SÍLDARLAUSUM SÍLDARBÆ. 50 MYNDASYRPUSAGA

HAFÖRNINN! EIGIN HEIMUR OG ÓVÆNT HEIMSÓKN. 70 MYNDIR.

RÁÐHÚS- TORGIÐ OKKAR FYRR OG NÚ… 1 HLUTI og 2 hluti 100 MYNDA-SYRPUSAGA

MYNDASYRPUSAGA: SIGLUFJARÐAR – LJÓSMYNDARINN HANNES BALD. FYRRI OG SEINNI HLUTI (100 MYNDIR)

GRÍMUBÚNINGAR & LJÓSMYNDASTOFA SIGLUFJARÐAR / MYNDASYRPUSAGA

KAÐLA OG KLIFUR ÆVINTÝRA MYNDASYRPUSAGA

JÓLASVEINNINN Í KJÖTBÚÐINNI ER AFI MINN

HRUN OG BRUNI – MYNDASYRPUSAGA

SUNNUDAGUR Í ZÍON OG FL. SKEMMTILEGT!

MEISTARI HLÖÐVER! GEFÐU OKKUR FRÍ. “MYNDASYRPA”

HORFIN ÆVINTÝRAHEIMUR: SKOGER, EVANGER, TORDENSKJOLD… OG ÉG! 1 og 2 HLUTI

HEBBI MÁLARI OG NORRÆN SÍLDARSÖGU VINÁTTA. 1 – 4 HLUTI.

MYNDASYRPA: SIGLUFJÖRÐUR UM 1960

FURÐULEGAR GÖTUR 1 – 4 HLUTI

100 ára afmæli! Göngutúr um heimahaga, 7 hluti, SIGLFIRSKT ! 80 myndir