Siglufjörður er líklega það bæjarfélag á Íslandi sem útlitslega hefur breyst mest. Það sem við sjáum með okkar fullorðnu augum í dag er eitthvað svo ótrúlega mikið öðruvísi en það sem við ólumst upp við. Reykjavík hefur vissulega breyst mikið en þær breytingar snúast mest um að borgin hefur stækkað í allar áttir. Á Siglufirði eru horfin hús, verksmiðjur, brakkar og bryggjur óteljandi og mest lítið hefur fyllt upp í auðu sárin í bæjarskipulags myndinni.
Það sem hefur þó komið í staðin er samt fallegt og passar vel inn í ímynd og sögu Siglufjarðar.
Í seinni hlutanum förum við víða um völl og höldum áfram að kíkja á myndir úr horfnum æskuheimi. Við förum t.d. niður á Hafnarbryggju, útí Bakka, framá fjörð og svo förum við yfrum í lokin. Myndirnar og myndaskýringartextar tala sínu eigin máli.
ATH. Ef þið smellið á mynd í greininni er hægt að fletta ljósmyndunum fram og til baka. En auðvitað er skemmtilegast að skoða alla söguna í heild sinni. Ef þú, lesandi góður, villt skoða myndirnar betur með því að stækka þær er best að fara beint inn á vefinn trolli.is og finna greinina þar. Ef slóðin er opnuð í gegnum Facebook getur verið lokað á að skoða myndirnar í stærra formi.
HAFNARBRYGGJA, GRÁNA, RAUÐKA OG SLIPPURINN…
… og allt þar um kring hafa orðið gríðarlegar breytingar þar sem stórar og miklar byggingar hafa horfið og orðið tímans tönn að bráð.






Hægt er að sjá fleiri skemmtilegar myndir frá Rauðku svæðinu í þessari myndasyrpusögu.
KAÐLA OG KLIFUR ÆVINTÝRA MYNDASYRPUSAGA


SR SVÆÐIÐ…
… og allt það umhverfi hefur breyst mikið.


Hægt er að sjá fleiri myndir frá SR svæðinu og nágrenni hér í myndasyrpusögunni um Hrímnir HF.
HRÍMNIR H/F. SÍLDARTUNNUR UPPÁ ÞAKI OG SUNDLAUG Í KJALLARANUM. 35 myndir
TÚNGATA OG NÁGRENNI

 Ég sný baki í húsin sem stóðu fyrir norðan okkar hús i Túngötu 20. Ég er næstum viss um að ekki eru til margar myndir af þessum húsum, sem nú eru löngu horfin í tímans vél. Í hvíta húsinu í bakgrunninum bjó Jón Víglundsson ásamt móður sinni Maríu.
 Ég sný baki í húsin sem stóðu fyrir norðan okkar hús i Túngötu 20. Ég er næstum viss um að ekki eru til margar myndir af þessum húsum, sem nú eru löngu horfin í tímans vél. Í hvíta húsinu í bakgrunninum bjó Jón Víglundsson ásamt móður sinni Maríu.




ÚTÍ BAKKA





Húsið var notað til brunaæfingar árið 1984 og brennt til kaldra kola

UPPÁ BREKKU…
…var heilmikið fjárhúsahverfi.


Sjá fleiri myndir og sögur frá þessum bæjarhluta hér:
GÖNGUTÚR UM HEIMAHAGA. 3 hluti, ÖMMUR
sksiglo.is | Greinar | 10.03.2017 | Jón Ólafur Björgvinsson | Lestrar 1253
UNDIR HAFNARGÖTUBAKKA OG FRAM Á FIRÐI…
… hefur margt og mikið breyst og þarna undir bakkanum voru líka langstærstu síldarplönin, stundum spiluðum við fótbolta þarna snemma á vorin. Snjórinn bráðnaði oftast fyrst á þessum risastóru plönum.









Haraldur Sigurðsson.
FYRIR HANDAN FJÖRÐ…
… urðu miklar breytingar þegar að flugvöllurinn var lengdur. Þar hvarf meðal annars merkilegt hálfbrunnið hús.




Sagan segir að einhver málaferli hafi orðið út af þessari íkveikju á eigin eign og að þessi maður hafi málað heilmikið níð um Ísland á húsgaflinn hjá sér úti í Danmörku. Hann mun einnig hafa skrifað sérkennilega þéttskrifað þakklætis “dulmálsbréf” sem hann sendi til Magga á Ásnum, vinar síns og fyrrverandi nágranna.
Fleiri myndir og sögur úr horfnum ævintýraheimi framá friði má sjá hér:
Horfin ævintýraheimur: Skoger, Evanger, Tordenskjold… og ég! 1. hluti
HORFIN ÆVINTÝRAHEIMUR: SKOGER, EVANGER, TORDENSKjOLD… OG ÉG! 2. HLUTI
AÐ LOKUM…
… tvær skemmtilegar myndir af dularfullu húsi og kofa sem pistlahöfundur getur ómögulega staðsett við neina götu og hugleiðingar um framtíðina.
Í framtíðinni verður sagan okkar að búa sýnileg með okkur líka.
Okkur ber öllum skylda til að varðveita hana sameiginlega og sýna henni þá virðingu sem hún á skilið. Það er dásamlegt að ganga um götur Siglufjarðar og sjá hvað allir eru að mestu leyti sammála um hvernig á að varðveita hús og endurbyggja gamalt umhverfi og gefa því ný hlutverk í okkar nútíma. 
Pistlahöfundi er einnig oft hugleikið hvað litadýrð bæjarins er einstök og öðruvísi. 
Þarna hafa margir tekið eftir þeim stíl sem snillingurinn Jón Steinar ýtti úr vör fyrir mörgum herrans árum síðan.
Sjá meira hér:
Snillingar bæjarins! Jón Steinar setur lit á bæinn
sksiglo.is | Okkar fólk | 23.07.2014 | Jón Ólafur Björgvinsson | Lestrar 1812 
Það er einnig augljóst fyrir pistlahöfundi að hægt er að fylla upp í gömul tómarúm sem eldri horfin hús hafa skilið eftir sig með því að byggja nýtt í gamaldags stíl. 
Hér er gott DÆMI frá Hafnargötu 4.

Sjá einnig meira hér um ýmis hús og liti.
Furðulegar götur 4 hluti – Hús
Það er einnig æskilegt að sett verði upp fleiri ljósmyndasöguskilti við sjávarsíðuna og víðsvegar um eyrina eins og gert hefur verið t.d. neðan við Síldarminjasafn Íslands. 
Ferðamenn og jafnvel bæjarbúar sjálfir geta ekki án mynda ímyndað sér eða séð fyrir sér allar þær breytingar sem hafa átt sér stað í okkar fagra firði.
Það er vinsælt í dag að á slíkum upplýsingaskiltum séu svokallaðir “QR taggar/slóðir” sem vísa á heimasíður með fleiri myndum og sögum úr sama umhverfi.
Einu framtíðaráhyggjur pistlahöfundar snúast um hugmyndir og skipulagsbreytingar varðandi hluta af umhverfi Ráðhústorgsins og það kom skýrt fram að þeir sem tjáðu sig mest í spjallþráðum eftir birtingu seinni hluta myndasyrpusögunnar um Torgið okkar fræga voru að mestu leyti ekki búsettir í bænum.
“FRAMTÍÐ TORGSINS OKKAR?
Greinarhöfundi hefur borist til eyrna að stórar og miklar og nú þegar samþykktar framtíðar áætlanir séu til um TORGIÐ okkar og að það séu mjög svo skiptar skoðanir meðal bæjarbúa um ágæti þessara framtíðar drauma.
Persónuleg finnst mér að syðri hlutinn á skipulagsplaninu sé bara nokkuð góð lausn á ofannefndu vandræðagatnamóta málefnum.
Þessir möguleikar eru nú þegar til staðar eftir að Egilssíldarhúsið hvarf og sagt er að við viljum ekki lengur hafa tjaldstæðið inn í miðjum bæ.
En þetta með að Torgið verði skorið niður í Pizzusneið er fáránlegur óþarfi til þess eins að skapa meira ljótt malbik og fleiri bílastæði og það eitt er líka algjör helgispjöll á þessum heilaga stað.
Þarna er í mínum huga verið að yfirgefa FERNINGA og “beina línu” hugmyndafræði Séra Bjarna sem einkenna allt skipulag í miðbænum og á allri eyrinni.”
Sjá teikningar og fleira hér:
RÁÐHÚS- TORGIÐ OKKAR FYRR OG Í FRAMTÍÐINNI… 2 HLUTI. MYNDA-SYRPUSAGA
Það er öllum ljóst að þeim sem þykir vænt um þennan fagra fjörð skipta þúsundum, en auðvitað hafa ekki brotfluttir eða sumarhúsa aðfluttir kosningarétt varðandi framtíðar skipulagsmál Siglufjarðar, en það skiptir okkur öll verulegu máli hvernig útlits og skipulagssaga bæjarins verður varðveitt og úr því að hægt var að fá bæjarstjórn til að skipta um skoðun þegar kemur að lausagöngu kattardýra í byggðarlaginu.
Þá hlýtur að vera hægt að ræða saman um framtíðarútlit Torgsins okkar allra, eða er það mál alfarið í höndunum á Vegagerð Ríkisins?
HORFIN ERU HÚS OG HEILL ÆSKUHEIMUR! 1 HLUTI. 55 MYNDIR
Siglósaknaðarkveðjur til ykkar allra.
Nonni Björgvins.
Höfundur og myndvinnsla:
Jón Ólafur Björgvinsson
Forsíðuljósmynd:
Steingrímur Kristinsson
Allar ljósmyndir eru birtar með leyfir frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar.
Þakklætiskveðja til Steingríms Kristinssonar fyrir aðstoð, góð ráð og yfirlestur.
Aðrar sögur, myndasyrpur og pistlar eftir sama höfund finnur þú hér á trölli.is:
AUTHOR: JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON
Aðrar áhugaverðar nýlega birtar myndasyrpur og sögur með mörgum Siglfirskum minningum og myndum:
MINNINGAMYNDASAGAN SEM ALÞÝÐA ÍSLANDS SAFNAR OG SMÍÐAR
SIGLÓ SÍLD! ÚR MYNDASAFNI BJÖRGVINS VERKSTJÓRA. 60 MYNDIR
ÖRSÖGUR ÚR MYNDAALBÚMI ÁSTVALDS (50 MYNDIR)
SUNNUDAGSPISTILL: ÖÐRUVÍSI SIGLFIRSKT FÓLK OG… SÖGUR
HRÍMNIR H/F. SÍLDARTUNNUR UPPÁ ÞAKI OG SUNDLAUG Í KJALLARANUM. 35 MYNDIR
HAUGASUND Á SIGLUFIRÐI VAR EITT AF HÚSUNUM Í HJARTA BÆJARINS
PÓLITÍSKT UPPELDI Í SÍLDARLAUSUM SÍLDARBÆ. 50 MYNDASYRPUSAGA
HAFÖRNINN! EIGIN HEIMUR OG ÓVÆNT HEIMSÓKN. 70 MYNDIR.
1993 – ÞÖKK SÉ FÁUM, GETA ALLIR DRAUMAR RÆST!
ERT ÞÚ ÁTTAVILLTUR SIGLFIRÐINGUR?
TÍMASPEGILLINN Á MILLI ÁLFAKIRKJU OG ÁLAGABOLLA
MARGRÉT SI 4 OG FYLLERÍ ALDARINNAR SEM LEIÐ
RÁÐHÚS- TORGIÐ OKKAR FYRR OG NÚ… 1 HLUTI og 2 hluti 60 MYNDA-SYRPUSAGA
 
						 
							























 
		 
			 
			 
			 
			