Advertisement

Dagur: 6. maí, 2018

Kompan – Kristján Steingrímur

Föstudaginn 4. maí opnaði Kristján Steingrímur Jónsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin stendur til 20. maí og er opin daglega kl. 14.00 – 17.00 þegar skilti er úti. Viðfangsefni Kristjáns Steingríms eru í senn hlutbundið brot af stað og hugmyndir um staði. Verkin á sýningunni eru litafletir málaðir með litum gerðum úr jarðefnum frá ýmsum stöðum á jörðinni. Þau eru efnisleg staðfesting á tilveru staðar og áminning um að þeir eru jafnframt huglægir og háðir upplifun. Verkin endurspegla þá staðreynd að líf á jörðinni endar sem jarðvegur sem verður nokkurs konar gagnagrunnur um tilvist okkar. Þannig skráir...

Lesa meira

Nýir rekstraraðilar með veitingadeild Hótel Sigló

Nýir rekstraraðilar tóku við veitingadeild Rauðku á Siglufirði nú um mánaðamótin, en það eru hjónin Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir framreiðslumaður.  Bjarni hefur meðal annars starfað á Einari Ben, Hótel Nordica, Holmenkollen í Noregi og Hótel Héraði.  Hann starfaði einnig í 9 ár á Fosshótel í ýmsum stöðum og nú seinast sem yfirkokkur á Fosshótel Reykjavík.  Halldóra starfaði í 9 ár hjá Fosshótelum og er útskrifuð sem framreiðslumaður frá Grand hótel Reykjavík.   Fjölskyldan Bjarni Rúnar er nú þegar kominn á Siglufjörð og er að koma sér vel inn í reksturinn.  Halldóra er í Reykjavík að svo stöddu, en þau...

Lesa meira

Bryggjurölt

Björn Valdimarsson á Siglufirði hefur verið að taka myndir af hverdagslífi, mönnum og viðburðum hér í Fjallabyggð á undanförnum árum. Hefur hann þar á meðal gefið út bókina Fólkið á Sigló. Veitti hann Trölla.is góðfúslegt leyfi til að birta myndaseríu sem hann tók þann 3. maí síðastliðinn. Myndirnar voru teknar í morgunsárið og síðdegis af lífinu við höfnina hér á Siglufirði. Björn heldur úti heimasíðu með ljósmyndum sínum sem vert er að skoða. Sjá hér           Texti: Kristín Sigurjónsdóttir Myndir: Björn...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal