Advertisement

Dagur: 15. júní, 2018

Sterkur jarðskjálfti fannst á Siglufirði

Nú í kvöld um kl. 23:05 fannst nokkuð öflugur jarðskjálfti á Siglufirði.  Ekki er vitað nákvæmlega á þessari stundu hve stór hann var, jafnvel upp undir 4 stig á Richter, en hann fannst a.m.k. mjög vel, „þetta var eins og keyrt væri á húsið“ sagði Sigurjón Pálsson tíðindamaður Trölla á Siglufirði. Við munum fylgjast með og birta frekari upplýsingar þegar þær berast. Frétt: Gunnar Smári...

Lesa meira

LOKSINS, LOKSINS, KF sigraði Ægi 2-0

KF tók í dag á móti Ægi frá Þorlákshöfn á rennandi blautum Ólafsfjarðarvelli. Leiknum seinkaði um 15 mínútur vegna þess að Ægismenn mættu seint til Ólafsfjarðar og í sameiningu var honum seinkað aðeins. Leikurinn byrjaði þannig að Ægismenn reyndu eins og þeir gátu að sparka boltanum inn fyrir vörnina og okkar menn gerðu vel og skölluðu alla bolta í burtu. KF fékk þó nokkur færi í fyrri hálfleik án þess að skora. Seinni hálfleikur var mjög viðburðaríkur og á 62. mínútu fær leikmaður Ægis seinna gula spjaldið og þar með rautt. Á 69. mínútu á Hákon fyrirgjöf á Björn Andra sem lætur verja hjá sér og Kristófer...

Lesa meira

Skólaslit MA 17. júní

Menntaskólanum á Akureyri verður slitið í 138. sinn í Íþróttahöllinni 17. júní klukkan 10.00. Húsið er opið gestum frá klukkan 9.00. Skólameistari, Jón Már Héðinsson mun brautskrá 164 stúdenta. Við upphaf athafnarinnar leika Una Haraldsdóttir fráfarandi konsertmeistari á píanó, Sólrún Svava Kjartansdóttir á fiðlu og Rún Árnadóttir á selló, en á meðan gengið er í salinn leikur Birna Eyfjörð Þorsteinsdóttir nýr konsertmeistari skólans á píanó. Fulltrúar afmælisárganga munu flytja ávörp auk fulltrúa nýstúdenta. Þar er um að ræða fulltrúa 10 ára stúdenta, 25 ára, 40, 50, 60 og 70 ára stúdenta. Þá verða kvaddir þrír kennarar, sem lengi hafa...

Lesa meira

Garðsláttur hækkar um 422% á 5 árum

Undanfarin ár hefur öryrkjum og eldri borgurum í Fjallabyggð boðist að kaupa garðslátt hjá sveitarfélaginu. Árið 2013 kostaði slátturinn 2.300 Kr. ( sjá hér ) Bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar hafa nú lagt til að kostnaður verði 12.000 fyrir lóðir yfir 150 fermetra og 7.000 fyrir minni lóðir. Bæjarráð samþykkti tillöguna. Fundinn sátu: Helga Helgadóttir D-lista, Nanna Árnadóttir I-lista, Jón Valgeir Baldursson H-lista, Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri og Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála. Þetta er því 422% fyrir lóðir yfir 150 ferm. og rúmlega 200% hækkun fyrir minni lóðir – á 5 árum. Árið 2016 var kostnaðurinn 4.950...

Lesa meira

Leikurinn fer fram í dag

Það stóð til að fresta leik KF og Ægis vegna veðurs, en þar sem veður hefur skánað er stefnt að því að hafa hann í dag, föstudaginn 15. júní kl. 18.00. Á facebooksíðu Knattspyrnufélags Fjallabyggðar segja þeir m.a. „Strákarnir hafa ekki fengið óskabyrjun á mótinu og ætlum við ÖLL í sameiningu að snúa blaðinu við. Þetta er ákall til ykkar kæru íbúar Fjallabyggðar að mæta á völlinn og styðja við bakið á strákunum og ná í þessi 3 stig saman“ Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir Mynd af...

Lesa meira
  • 1
  • 2

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal